Verndum Eyjafjörð

Verndum Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi 💚

Tíminn til þess að taka afstöðu með verndun Eyjafjarðar er núna.

Markmið okkar í SUNN er að koma í veg fyrir að burðarþolsmat fyrir fjörðinn verði gert – og draumurinn væri svo að sjá fjörðinn og allt hans dýrmæta lífríki friðaðan.

Ísland stefnir á að 30% land- og hafsvæðis á landinu verði friðað fyrir 2030, Eyjafjörður myndi henta fullkomlega sem hluti af þessum 30%. Sjá hér.

Ýttu hérna til að mótmæla fiskeldi í Eyjafirði

Gakktu til liðs við okkur

Við erum alltaf að leita af metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á náttúruvernd á Norðurlandi. Hjálpaðu okkur að textitextitexti.

Við skorum á stjórnvöld að tryggja verndun Eyjafjarðar gegn sjókvíaeldi á laxi

Nú heyrast enn á ný raddir um laxeldi í opnum sjókvíum í Eyjafirði, en meðal annars hefur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra talað opinberlega með þeim hætti að burðarþolsmat ætti að fara fram í Eyjafirði. Kleifar Fiskeldi hafa nefnt fjörðinn í tengslum við umfangsmikil laxeldisáform sín á Tröllaskaga.

Ef burðarþolsmat á firðinum fer í gegn, hafa sveitarfélögin afar takmörkuð úrræði til að hafa áhrif á framhaldið. Við viljum sýna fram á andstöðu almennings gegn þessum áformum í tæka tíð og hvetjum því öll sem láta sér annt um Eyjafjörð, lífríkið sem tengist honum og náttúru landsins okkar almennt, til þess að skrifa undir.

SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.